Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar ætlar ekki að segja af sér formennsku þrátt fyrir að Samfylkingin hafi goldið afhroð í alþingiskosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk einungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Þar af er einungis einn þingmaður kjördæmakjörinn. Algert hrun varð á fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu sem verða að teljast töluverð tíðindi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt mikið af fylgi sínu þangað.

„Ég get ekki séð að hún eigi nokkra framtíð fyrir sér sem formaður flokksins,“

sagði Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann ræddi þar stöðu Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar. Baldur lýsti þeirri skoðun sinni að því lengur sem Oddný sæti því erfiðara yrði málið fyrir flokkinn.

„Það er kannski skiljanlegt, og ekki skiljanlegt, að hún vilji leiða flokkinn næstu daganna eða vikurnar meðan á stjórnarmyndunarviðræður eiga sér stað. Það væri heldur ekkert óeðlilegt að varaformaður flokksins, eini kjördæmakjörni þingmaður flokksins, taki bara við,“ sagði Baldur.

Oddný Harðardóttir og Logi Már Einarsson Mynd: Hringbraut

Oddný Harðardóttir og Logi Már Einarsson
Mynd: Hringbraut

Comments

comments