Höfundur: vefstjori

Hvað glatast í Straumsvík?

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. desember 2015 Nú stefnir allt í að álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík (RTA) verði lokað eftir u.þ.b. 12 klukkustundir. Annað veifið brjótast fram á ritvöllinn hugsuðir miklir og fagna þeim endalokum. Þannig kallar ritstjóri einn, sem oft fer mikinn í umræðunni, fyrirtækið „niðursetning á þjóðinni“ svo að fátt eitt sé nefnt. Hér opinberast dapurleg vanþekking. Tölulegar staðreyndir sýna fram á að þetta fyrirtæki, eins og önnur álfyrirtæki hér á landi, er fyrirmyndarþegn í samfélaginu. Útflutningstekjur álveranna þriggja námu 227 milljörðum króna á síðasta ári eða um 40% af útflutningsverðmæti Íslendinga. Yfir 38...

Read More

Hagvöxtur 4,5% á fyrstu níu mánuðum ársins

Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2015 jókst um 4,5% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2014. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,2%. Einkaneysla jókst um 4,4%, samneysla um 0,9% og fjárfesting um 15,8%. Útflutningur jókst um 7,4 og innflutningur nokkru meira, eða um 10,9%. Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2015, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 2,6% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 0,7% frá 2. ársfjórðungi 2015....

Read More

Hilda Jana um alla sem voru til taks í óveðrinu

Á annað þúsund manns stóðu vaktina í nótt á meðan við hin gátum sofið vært. Ég hef ekki heyrt af neinum slys á fólki, þrátt fyrir að eignartjón sé væntanlega töluvert. Ég svo innilega þakklát öllum þeim sem stóðu vaktina í nótt, hvort sem að þið eruð í björgunarsveit, lögreglu, slökkviliði, Almannavörnum, Rauða krossinum, Landsneti, Veðurstofu, fréttastofum eða hvaða stöfum sem nauðsynlegt var að sinna í nótt – takk fyrir ykkur!!...

Read More

Frá Mitsubishi sýningu Heklu

Veturinn stimplaði sig hressilega inn síðustu helgina í nóvember þegar stórsýning Mitsubishi var haldin hjá HEKLU á Laugaveginum. Verið var að kynna nýja kynslóð af L200, Outlander og tengiltvinnbílinn Outlander PHEV. Sportlegi pallbíllinn L200 er fullkomin blanda af þægindum, áreiðanleika og notagildi pallbílsins. Nýr L200 er ekki bara með útlitið á hreinu heldur er hann algjör vinnuþjarkur og var á dögunum valinn pallbíll ársins 2015 af Auto Express. Nýr Mitsubishi Outlander er hannaður fyrir íslenskar aðstæður og fjórhjóladrifið tryggir hámarksframmistöðu í krefjandi aðstæðum. Outlander PHEV gengur bæði fyrir bensíni og rafmagni og var á dögunum valinn tengiltvinnbíll ársins í Skotlandi....

Read More

Fárviðri í Vestmanneyjum, – ekkert vit í að vera á ferli

Eins og búist var við gengur mikið óveður nú yfir landið. Ástandið er í augnablikinu verst í Vestmanneyjum þar sem þak fauk af íbúðarhúsi og lenti í garði nágrannans. Þök af fjórum öðrum húsum hafa losnað og allt lauslegt fýkur. Svo slæmt er ástandið að ekki er talið öruggt að björgunarsveitarfólk sé á ferli þar. Fólki þar er ráðlagt að halda sig hlémegin í húsum sínum. Vindinn er að herða á höfuðborgarsvæðinu og eitthvað smávegis fok er komið í gang. Sem betur fer hefur fólk haft tilmæli almannavarna og lögreglu að leiðarljósi og er ekki á ferli. Reykjanesbraut hefur...

Read More

Porsche Mission E

  Porsche hefur staðfest að framleiðsla verði hafin á afar athyglisverðum rafbíl, sem kynntur var í tilraunaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt fyrr á þessu ári.  Porsche Mission E er fjögurra sæta, fjórhjóladrifinn og fjórhjólastýrður rafbíll með rafmótara bæði á fram- og afturöxlum.  Tilraunabíllinn er 600 hestafla og hröðunin er 3,5 sekúndur í hundraðið og hámarkshraði er yfir 250 km/klst.  Hægt er að hlaða bílinn á 15 mínútum í 80% af fullri hleðslu.  Bíllinn er afar glæsilegur að utan sem innan. Porsche er hluti af Volkswagen samsteypunni og samkvæmt fréttum er þessi glænýji Porsche hluti af víðtækri stefnu móðurfélagsins sem er...

Read More

Nýleg myndbönd

Loading...