Höfundur: vg

Brot úr ræðu Vilhjálms á Sumarþingi fólksins

Hér fyrir neðan er brot af ræðu Vilhjálms Birgissonar sem hann flutti í Háskólabíó á Sumarþingi fólksins. En Vilhjálmur og Ragnar Þór Ingólfsson voru þarna meðal ræðumanna. —– „Kæru vinir og félagar. Við erum hér samankomin á þessum fundi því við ætlum alls ekki að taka þátt í meðvikni, þöggun og gagnrýnislausri hugsun eins og gerðist fyrir hrun. Við erum líka hér samankomin til að mótmæla því siðrofi, þeirri sjálftöku, spillingu og græðgivæðingu sem enn og aftur eru farin að skjóta föstum rótum í okkar samfélagi. Það er svo ótrúlegt og miskunnarlaust það sem almenningi í þessu landi hefur...

Read More

Er staðsetning Landspítala á Skólavörðuholtinu sýklagildra fyrir höfuðborgina?

Stöðugt eru að koma fram upplýsingar sem skjóta stoðum undir það að staðsetning þjóðarsjúkrahúss á Skólavörðuholtinu sé afleit hugmynd. Á nútíma spítala þarf að byggja sérstakar sótthreinsistöðvar við smitsjúkdómadeildir. Ástæða þessa er að koma í veg fyrir hugsanlega dreifingu á ónæmum smitsjúkdómavöldum út í umhverfið, ekki síst sýklalyfjaþolinna baktería og hættulegra veira sem geta borist með líkamsvessum og saur sýktra einstaklinga út í fráveitukerfin. Sérfræðingar í sjúkdómavörnum telja að öruggasta leiðin til að dreifa sýklalyfjaþolnum Colibakteríum til manna og dýra sé að veita sýktu skólpi beint út við strendur landsins. World Health organization (WHO) telur þetta eina af stærstu heilbrigðisógnum mannkyns. Þeir...

Read More

Af manna í boði borgar

Bjarni Jónsson skrifar: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ er slagorð NLFÍ (Náttúrulækningafélags Íslands), og félagið hefur mikið til síns máls með slíkum boðskapi, en hvernig á almenningur að bera ábyrgð á eigin heilsu í höfuðborginni, þegar þvílík endemis leyndarhyggja yfirvalda þar hvílir á óþægilegum mengunarmálum, að almenningur stendur í raun berskjaldaður ? Í forystugrein Þorbjarnar Þórðarsonar í Fréttablaðinu 11. júlí 2017, „Þagað um mengun“, kemur kemur í upphafi fram, að „skólp hafði runnið út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í 3 vikur, þegar almenningur fékk fyrst upplýsingar um bilun í dælustöð og mengun, sem henni fylgdi.“ Miðað við...

Read More

FME rassskellir Samtök atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og lífeyrissjóðina

Í janúar 2016 samhliða endurskoðun á kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði sömdu ASÍ og SA um aukið framlag í lífeyrissjóði upp á 3,5% sem átti að koma í þremur áföngum. Fyrsta hækkunin kom 1. júlí 2016, næsta hækkun kom 1. Júlí 2017 og sú síðasta kemur 1. júlí 2018 eða samtals eins og áður sagði 3,5%. Í endurskoðuninni í janúar 2016 er skýrt kveðið á um að einstaklingar eigi að hafa val um að geta sett þetta viðbótar framlag upp á 3,5% í bundna séreign eða í samtrygginguna. Það sem síðan gerist er að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands...

Read More

Endurspeglar vel hrokann í Ráðhúsinu

Stóra skólpmálið í vesturbænum hefur á margan hátt verið afar fróðlegt fyrir borgarbúa. Þannig hefur það dregið fram að embættismenn og kjörnir fulltrúar borgarinnar telja það algeran óþarfa að upplýsa almenning um það ef eitthvað fer úrskeiðis innan borgarkerfisins. Ljóst er í dag að umrædd bilun hefur verið vandamál lengur en 10 daga eins látið var í veðri vaka í upphafi. Nú er skyndilega farið að tala um að þetta ástand hafi varað yfir í allt að mánuð án þess að nokkur hafi verið látin vita. Alla vega koma kjörnir fulltrúar borgarinnar nú fram hver í kapp við annan...

Read More

Borgarstjóri horfinn, telur líkast til enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á stærsta mengunarslysi síðustu ára.

750 lítrar á sekúndu í 10 daga athugasemdalaust! Margir furða sig á þögn Dags B. Eggertssonar varðandi bilunina í skólpkerfi borgarinnar. Það voru ekki nema 648 þúsund tonn af skít sem að var dælt yfir fjörurnar í vesturbænum. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tjáir sig um þetta og segir það vera með ólíkindum að engar viðvaranir hafi verið gefnar gagnrýnir hann meirihlutann í Reykjavíkurborg og sérstaklega borgarstjóra fyrir að tjá sig ekki um málið. Óli Björn vitnar í bloggfærslu Sigurðar Sigurðarssonar sem segir það dæmigert að borgarstjóri hverfi þegar eitthvað bjáti á: „Fyrir einhverjar stórfurðulegar raðtilviljanir ratar borgarstjórinn alltaf inn...

Read More

Það er eitthvað bogið við Ísland í dag

Ég hitti í dag kanadísk hjón sem voru að feta í fótspor vinahjóna sem fóru fyrir ári hringinn um Ísland. Nema hvað, nú hafði á einu ári, staða kanadíska dalsins veikst um 22% gagnvart krónunni miðað við það sem var þegar vinirnir voru hér á ferð og þar að auki höfðu íslenskir kaupmenn ákveðið að hækka verðið á ristuðu brauði með osti og öðrum nauðþurftum umfram gengisþróun til að græða aðeins meira. Hjónin voru hálf flóttaleg þegar ég spurði hvort þeim fyndist vika ekki vera heldur of stutt stopp á okkar yndislega Íslandi. Þau sögðust ekki hafa ráð á...

Read More