Höfundur: vg

Lífeyrissjóðir gegn fólkinu

Sævar Þór Jónsson lögmaður skrifaði eftirfarandi grein á Vísir.is í dag. Greinin er allrar athygli verð og er hér birt í heilu lagi. Hér endurspeglast aðgangsharka fjármálakerfisins gegn almenningi. Mál almennings er ekki hægt að leysa vegna verklagsregla, en það er ekkert mál að tapa milljörðum í glórulausum fjárfestingum af fjármunum þessa sama almennings, þar eru engar verklagsreglur í gildi. Myndin sem fylgir er fengin frá Útvarpi Sögu. ——— Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og...

Read More

Olíufélögin mjög virk í verðsamráði!

Það vekur verulega furðu að Samkeppniseftirlitið skuli ekki vera búið að gera innrás í olíufélögin hér á landi. Eftir komu Costco á þennan markað blasir við neytendum að olíufélögin íslensku stunda hér mjög virkt verðsamráð. Þau eru ekki einu sinni að þykjast keppa í verði. Öll stóru félögin eru með lítrann á 199,90 kr en Atlantsolía þar sem þjónusta er mjög takmörkuð er örlítið fyrir neðan með 196,40 kr. Svona er þetta búið að vera vikum og mánuðum saman. Einhvers staðar í heiminum yrði þetta til þess að þau yrðu sektuð um háar upphæðir fyrir verðsamráð. Þyrfti þá ekki einu...

Read More

Við getum alls ekki látið þessi einræðis vinnubrögð ASÍ klíkunnar átölulaus stundinni lengur!

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hann er yfirgengilegur hrokinn í forseta ASÍ og forystu Samtaka atvinnulífsins en núna telja þessir aðilar að þeir þurfi nú ekkert að fara eftir alvarlegum athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði gagnvart lífeyrissjóðunum og lýtur að valmöguleika launafólks á hinum almenna vinnumarkaði að velja sér vörsluaðila til að ávaxta aukið framlag atvinnurekanda í séreignasjóð sem samið var um árið 2016. Málið lýtur að því að forysta ASÍ og Samtaka atvinnulífsins vilja að þetta aukna framlag upp á 3,5% renni allt til lífeyrissjóðanna og launafólk fái ekki að velja sér annan vörsluaðila til að ávaxta þetta aukna framlag í...

Read More

Brot úr ræðu Vilhjálms á Sumarþingi fólksins

Hér fyrir neðan er brot af ræðu Vilhjálms Birgissonar sem hann flutti í Háskólabíó á Sumarþingi fólksins. En Vilhjálmur og Ragnar Þór Ingólfsson voru þarna meðal ræðumanna. —– „Kæru vinir og félagar. Við erum hér samankomin á þessum fundi því við ætlum alls ekki að taka þátt í meðvikni, þöggun og gagnrýnislausri hugsun eins og gerðist fyrir hrun. Við erum líka hér samankomin til að mótmæla því siðrofi, þeirri sjálftöku, spillingu og græðgivæðingu sem enn og aftur eru farin að skjóta föstum rótum í okkar samfélagi. Það er svo ótrúlegt og miskunnarlaust það sem almenningi í þessu landi hefur...

Read More

Er staðsetning Landspítala á Skólavörðuholtinu sýklagildra fyrir höfuðborgina?

Stöðugt eru að koma fram upplýsingar sem skjóta stoðum undir það að staðsetning þjóðarsjúkrahúss á Skólavörðuholtinu sé afleit hugmynd. Á nútíma spítala þarf að byggja sérstakar sótthreinsistöðvar við smitsjúkdómadeildir. Ástæða þessa er að koma í veg fyrir hugsanlega dreifingu á ónæmum smitsjúkdómavöldum út í umhverfið, ekki síst sýklalyfjaþolinna baktería og hættulegra veira sem geta borist með líkamsvessum og saur sýktra einstaklinga út í fráveitukerfin. Sérfræðingar í sjúkdómavörnum telja að öruggasta leiðin til að dreifa sýklalyfjaþolnum Colibakteríum til manna og dýra sé að veita sýktu skólpi beint út við strendur landsins. World Health organization (WHO) telur þetta eina af stærstu heilbrigðisógnum mannkyns. Þeir...

Read More

Af manna í boði borgar

Bjarni Jónsson skrifar: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ er slagorð NLFÍ (Náttúrulækningafélags Íslands), og félagið hefur mikið til síns máls með slíkum boðskapi, en hvernig á almenningur að bera ábyrgð á eigin heilsu í höfuðborginni, þegar þvílík endemis leyndarhyggja yfirvalda þar hvílir á óþægilegum mengunarmálum, að almenningur stendur í raun berskjaldaður ? Í forystugrein Þorbjarnar Þórðarsonar í Fréttablaðinu 11. júlí 2017, „Þagað um mengun“, kemur kemur í upphafi fram, að „skólp hafði runnið út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í 3 vikur, þegar almenningur fékk fyrst upplýsingar um bilun í dælustöð og mengun, sem henni fylgdi.“ Miðað við...

Read More

FME rassskellir Samtök atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands og lífeyrissjóðina

Í janúar 2016 samhliða endurskoðun á kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði sömdu ASÍ og SA um aukið framlag í lífeyrissjóði upp á 3,5% sem átti að koma í þremur áföngum. Fyrsta hækkunin kom 1. júlí 2016, næsta hækkun kom 1. Júlí 2017 og sú síðasta kemur 1. júlí 2018 eða samtals eins og áður sagði 3,5%. Í endurskoðuninni í janúar 2016 er skýrt kveðið á um að einstaklingar eigi að hafa val um að geta sett þetta viðbótar framlag upp á 3,5% í bundna séreign eða í samtrygginguna. Það sem síðan gerist er að Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands...

Read More