Höfundur: vg

Er „Íslandi allt“ orðið nýtt skammaryrði?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur boðað að ný og endurbætt byggðastefna Miðflokksins kallist „Ísland allt“ Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður finnur þessu allt til foráttu og bendir á að neðarlega á forsíðu blaðs Þjóðernissinna sem gefið var út 1936 birtast orðin „Íslandi allt“. Hvergi kemur fram að þetta séu einhver einkunnarorð þjóðernisflokksins en Ingi Freyr telur sig umkomin þess að ákvarða að svo sé.  Þetta slagorð var á forðsíðu DV árið 2009 athugasemdarlaust. Einkunnarorðin „Íslandi allt“ hafa fylgt framfarasögu landsins í áratugi. Þessi orð hafa verið einkunnarorð Ungmennafélags Akureyrar og síða Ungmennafélags Íslands síðan Jóhannes glímukappi fór fyrir hönd þjóðarinnar og Ungmennafélagsins á Ólympíuleika...

Read More

Hlutleysisstefna RÚV birtist í morgunþætti Rásar 2 í morgun

Ekki þarf að koma á óvart að morgunútvarp Rásar 2 var með umfjöllun um skattamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og eiginkonu hans. En val á viðmælanda sýnir enn og aftur að stofnunin er komin alveg fram úr sjálfum sér í þeim skrípaleika að þykjast gæta hlutleysis eða sanngirni. Í stefnu RÚV segir: „Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni eða dagskrárgerð sannreynir að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum.“ Viðmælandi morgunvaktarinnar þennan morguninn var Indriði G. Þorláksson,  fyrrverandi ríkisskattstjóri, þrátt fyrir að Indriði hafi gengt embætti ríkisskattstjóra um hríð er öllum ljóst að hann...

Read More

Wintris ofgreiddi skatta samkvæmt úrskurði Yfirskattanefndar. Kjarninn tönglast enn með hálfsannleik.

Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ofgreiddi skatta vegna félags síns Wintris. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar en nefndin kvað upp úrskurð sinn 22. september síðastliðinn. Úrskurðurinn var birtur nú fyrir nýliðna helgi. Í úrskurði nefndarinnar segir að tekjur „íslenskra skattaðila vegna eignarhalds á lágskattasvæði væru með sambærilegum hætti og um væri að ræða starfsemi hér á landi.“ Þyrfti það að koma sérstaklega fram í lögum ef það ætti ekki að eiga við um færslu gengismunar. Kröfur Önnu voru því teknar til greina. Yfirskattanefnd hefur með úrskurði sínum staðfest það sem þau hjón hafa ætíð haldið fram að í...

Read More

Krafa um að húsnæðisliðurinn víki úr verðbólgumælingum

Nú þegar ljóst er að við stefnum í kosningar innan skamms er rétt að rifja hér upp grein Vilhjálms Birgissonar frá því  25. september 2016 þar sem hann ber saman mælingar á verðbólgu hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Þessar spurningar sem koma fram í þessari grein átt þú lesandi góður að gera að þínum og krefja stjórnmálamenn svara. Færsla Vilhjálms er hér að neðan óstytt. ——- Vissir þú þetta? ·         Að verðbólga er mæld án húsnæðisliðar í öllum löndum í Evrópu? ·         Að í Evrópulöndum er húsnæðisliðurinn ekki inni, því þar er litið á húsnæði sem fjárfestingu en...

Read More

Sigmundur Davíð segir skilið við Framsóknarflokkinn og boðar sérframboð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra er hættur í Framsóknarflokknum og er nú að vinna að því að mynda nýtt stjórnmálaafl sem mun hafa róttæka rökhyggju að leiðarljósi. Segir Sigmundur í opnu bréfi til Framsóknarmanna að hann hafi dáðst að Framsóknarmönnum og það hafi gengið svo langt að hann hafi farið að líta svo á að samasemmerki væri milli þess að vera Framsóknarmaður og vera traustur og góður einstaklingur. Sig­mund­ur seg­ist hafa upp­lifað gjör­breytt­ar aðstæður í sam­fé­lag­inu þegar hann snéri aft­ur í byrj­un sum­ars 2016. Hann hafi aldrei á póli­tísk­um ferli sín­um fundið eins mikla vel­vild frá...

Read More

Lífeyrissjóðir gegn fólkinu

Sævar Þór Jónsson lögmaður skrifaði eftirfarandi grein á Vísir.is í dag. Greinin er allrar athygli verð og er hér birt í heilu lagi. Hér endurspeglast aðgangsharka fjármálakerfisins gegn almenningi. Mál almennings er ekki hægt að leysa vegna verklagsregla, en það er ekkert mál að tapa milljörðum í glórulausum fjárfestingum af fjármunum þessa sama almennings, þar eru engar verklagsreglur í gildi. Myndin sem fylgir er fengin frá Útvarpi Sögu. ——— Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og...

Read More

Olíufélögin mjög virk í verðsamráði!

Það vekur verulega furðu að Samkeppniseftirlitið skuli ekki vera búið að gera innrás í olíufélögin hér á landi. Eftir komu Costco á þennan markað blasir við neytendum að olíufélögin íslensku stunda hér mjög virkt verðsamráð. Þau eru ekki einu sinni að þykjast keppa í verði. Öll stóru félögin eru með lítrann á 199,90 kr en Atlantsolía þar sem þjónusta er mjög takmörkuð er örlítið fyrir neðan með 196,40 kr. Svona er þetta búið að vera vikum og mánuðum saman. Einhvers staðar í heiminum yrði þetta til þess að þau yrðu sektuð um háar upphæðir fyrir verðsamráð. Þyrfti þá ekki einu...

Read More