Flokkur: Atvinnuvegir

Rannóknir og þróun

Landbúnaður og sjávarútvegur skipta okkur Íslendinga verulegu máli og er forvitnilegt að bera saman fjárframlög og áherslur til rannsókna atvinnuveganna. Öllum er ljós sú mikla breyting sem er að eiga sér stað í veðurfari sem örugglega mun hafa áhrif á vistkerfin í hafinu svo og á landi. Hver þau verða er vandasamt að spá en til þess þurfum við rannsóknir. 2,8 milljarðar til rannsókna og þróunar innan sjávarútvegsins frá hinu opinbera að viðbættum 1,2 milljarði við stjórnsýslu veiðanna. Til samanburðar eru 3,1 milljarður til rannsóknar og eftirlits í landbúnaði.  Hvað mikið skal veita í hvern málaflokk er vandasamt að...

Read More

Stærsta peningaþvottavél landsins í Seðlabankanum?

„Emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra ósk­uðu eft­ir upp­­lýs­ing­um um þátt­tak­end­ur í gjald­eyr­is­út­­­boðum Seðla­banka Íslands sem þeim voru af­hent­ar með nokkr­um send­ing­um vegna ár­anna 2012 til 2015. Morg­un­­blað­ið og Kjarninn hafa fjallað um málið. Bryn­­dís Krist­jáns­dótt­ir skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri var í gær spurð hvort upp­­lýs­ing­ar frá Seðla­bank­an­um hefðu leitt til aðgerða af hálfu emb­ætt­is­ins: „Við óskuðum eft­ir upp­­lýs­ing­um vegna þess sem fór fram á tíma­bil­inu 2012 til 2015. Beiðnin var send í lok apríl í fyrra. Við vor­um m.a. að leita upp­­lýs­inga sem tengj­­ast skatta­­skjóls­­gögn­un­­um. Það var 21 ein­stak­l­ing­ur sem kom fram á skatta­­skjóls­­gögn­un­um sem kom einnig fram í gögn­un­um sem við feng­um...

Read More

Hagstofan neitar að upplýsa Vilhjálm um hvort tekið var tillit til komu Costco inn í neysluvísitöluútreikningum

Eins og Veggurinn fjallaði um fyrir skemmstu þá er allt sem bendir til þess að Hagstofan hafi ekki tekið mið af innkomu Costco á íslenskan neytendamarkað þegar vísitalan var reiknuð út nýlega. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi hefur látið sig málið varða. Hann telur gríðarlega mikilvægt að Hagstofan upplýsi almenning í þessu landi hvort það sé virkilega rétt að aðili sem kemur inn á íslenskan verslunarmarkað eins og Costco sé utan verðbólgumælinga. Eins og alkunna er hefur verðlag í Costco hefur verið í mörgum tilfellum mun lægra í mörgum vöruflokkum en í öðrum verslunum. En slíkt getur skipt íslensk heimili miklu...

Read More

Costco ekki með í útreikningum á vísitölu

Þegar verðþróun er metin er ekki stuðst við verðið í Costco. Ávinningurinn af komu Costco, hvað varðar breytingar á vísitölu neysluverðs, mælir því aðeins áhrifin sem verða vegna viðbragða annarra verslanna. Greiningardeild Arionbanka skrifar: „Innlendar vörur, sérstaklega matarkarfan (-0,16% áhrif á VNV), lækkuðu milli mánaða og var lækkunin umfram okkar væntingar. Líklega eru m.a. óbein áhrif af komu Costco á ferðinni en verðlækkanirnar gætu í raun verið meiri ef tekið væri tillit til beinna áhrifa Costco í verðmælingum.“ Af þessu að marka er ljóst að verðbólgan væri lægri, minna af peningum yrðu færðir frá skuldurum til lánara, ef verðið í...

Read More

Yfirlýsing Ragnars Ingólfssonar og Vilhjálms Birgissonar í kjölfar úrskurðar Kjararáðs

Það er morgunljóst að fjölmargir af okkar félagsmönnum eru agndofa og æfir af reiði yfir þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka enn og aftur þá sem heyra undir kjararáð um allt að 300 þúsund á mánuði með afturvirkni sem nær í sumum tilfellum allt að eitt og hálft ár aftur í tímann. Við skiljum reiði og gremju okkar félagsmanna fyllilega í ljósi þess að í hvert sinn sem kjarasamningar verka- og verslunarfólks eru lausir þá skella þessir snillingarnir frá Samtökum atvinnulífsins, Seðlabankanum og fjármálaráðuneytinu á fóninn hræðsluáróðursplötunni þar sem lög eins og „ekki má ógna stöðugleikanum“ og „stöðva verður höfrungahlaupið“...

Read More

Nýleg myndbönd

Loading...