Flokkur: Ferðaiðnaður

Hrun á hótelverðum í Reykjavík

Á 13. öld hélt hinn mikli kristni hugmyndafræðingur heilagur Tómas af Akvínó að það væri synd að svindla á fólki með því að selja því vörur fyrir annað en sanngjarnt verð og að það væri ósanngjarnt og beinlínis ólöglegt að kaupa vörur og selja þær fyrir meira en það sem talið var sanngjarnt virði þeirra. Hugmyndir heilags Tómasar hafa tæpast verið í gildi þegar verðlagning á hótelum og gistiheimilum er skoðuð. Himin hátt verð hefur verið fyrir þessa þjónustu síðustu árin og þrátt fyrir að mikið hafi verið bætt í með fjölda herbergja til leigu hefur verðið stöðugt verið að...

Read More

Mikill samdráttur í eyðslu erlendra ferðamanna segir Arion banki

Ferðaþjón­ust­an ber uppi þjón­ustu­út­flutn­ing en þar má sjá blik­ur á lofti, seg­ir í skýrslu grein­ing­ar­deild­ar bank­ans. Það er styrk­ingu krón­unn­ar, sam­drátt í neyslu hvers ferðamanns og styttri dval­ar­tíma. Greinileg niðursveifla er í veltu erlendra greiðslukorta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar má meðal annars sjá 30% samdrátt á milli ára í úttektum erlendra ferðamann á reiðufé. Á sama tíma ferðast Íslend­ing­ar sem aldrei fyrr til út­landa en um 15% lands­manna lögðu land und­ir fót í maí. Inn­flutn­ing­ur lit­ast tals­vert af aukn­um kaup­mætti heim­ila. Sem dæmi má sjá meira en tvö­föld­un inn­flutn­ings var­an­legra neyslu­vara, líkt og heim­ilis­tækja, á...

Read More

Airbnb vill ekki upplýsa um hvort umsvifin hafi aukist á Íslandi

Af vefnum turisti.is Skýringin á því að gistinóttum útlendinga fjölgar hlutfallslega mun minna en erlendum ferðamönnum kann að liggja í aukinni ásókn í óskráða gistingu. Á því sviði er umsvif bandarísku gistimiðlunarinnar Airbnb mikil. Talsmenn fyrirtækisins segjast hins vegar ekki vilja deila upplýsingum úr rekstri sínum á Íslandi á þessum tímapunkti. Á meðan ekki fást upplýsingar frá Airbnb er ekki hægt að slá því föstu að ásókn í óskráða gistingu hafi aukist þó vísbendingar séu þar um.  Á síðasta ári komu hingað fjörutíu prósent fleiri erlendir ferðamenn en gistinóttum útlendinga fjölgaði aðeins 22 prósent á sama tíma. Hlutfallsleg breyting...

Read More

Jón Gunnarsson samgönguráðherra stefnir á nýja flugstöð í Vatnsmýrinni

Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra vonist til að hægt verði að hefja fram­kvæmd­ir við nýja flug­stöð í Vatns­mýri á næsta ári eða 2018. „Það er í mín­um huga mik­il­vægt að hefja sóma­sam­lega upp­bygg­ingu á aðstöðu fyr­ir farþega og starfs­menn í Vatns­mýri,“ seg­ir Jón í samtali við Moggann. Hann hyggst jafn­framt skipa nýj­an starfs­hóp sem falið verður að meta flug­vall­ar­kosti fyr­ir inn­an­lands­flugið. Sá hóp­ur muni taka við kefl­inu af svo­nefndri Rögnu­nefnd, sem komst að þeirri niður­stöðu að Hvassa­hraun væri fýsi­leg­asti val­kost­ur­inn fyr­ir nýj­an inn­an­lands­flug­völl fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið. Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Air Ice­land Conn­ect (áður Flug­fé­lag Íslands), seg­ir...

Read More

Airbnb og sænsk ferðamálayfirvöld í samstarfi

Hér má sjá skemmtilegt myndband frá Svíþjóð þar sem landið allt er boðið til erlendra ferðamanna. Í Svíþjóð líkt og á íslandi er fólki frjálst að vafra um þjóðlendur. Þar er þetta kallað „allemansrätten“ á ensku útleggst þetta sem „freedom to roam“ Frelsi til þess að ráfa um. Þetta myndband er samvinnuverkefni Airbnb og Sænskra ferðamálayfirvalda til þess að kynna Svíþjóð sem dvalarstað. Dvalarstað þar sem þú þarft ekki að bóka gistingu fyrirfram heldur grípa tjald og viðlegubúnað og ráfa um sænskar þjóðlendur. Hér á landi þar sem græðgis og öfundarvæðing embættismannakerfisins í algleymingi vilja menn banna Airbnb af því að það fyrirtæki hefur ekki viljað upplýsa hverjir eru viðskiptavinir þess. Það eru ólíkar áherslur hjá þessum frændþjóðum. Önnur er opin og frjálslind, hin er þjökuð af embættismannakerfi sem er haldið forræðishyggjuæði....

Read More