Flokkur: Orka og iðnaður

Við getum alls ekki látið þessi einræðis vinnubrögð ASÍ klíkunnar átölulaus stundinni lengur!

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hann er yfirgengilegur hrokinn í forseta ASÍ og forystu Samtaka atvinnulífsins en núna telja þessir aðilar að þeir þurfi nú ekkert að fara eftir alvarlegum athugasemdum sem Fjármálaeftirlitið gerði gagnvart lífeyrissjóðunum og lýtur að valmöguleika launafólks á hinum almenna vinnumarkaði að velja sér vörsluaðila til að ávaxta aukið framlag atvinnurekanda í séreignasjóð sem samið var um árið 2016. Málið lýtur að því að forysta ASÍ og Samtaka atvinnulífsins vilja að þetta aukna framlag upp á 3,5% renni allt til lífeyrissjóðanna og launafólk fái ekki að velja sér annan vörsluaðila til að ávaxta þetta aukna framlag í...

Read More

Telur borgarstjóra bæði beita blekkingum og brjóta trúnað á kjósendum

Elías Bjarni Elíasson verkfræðingur skrifar grein í Morgunblaðið í morgun þar sem hann varpar ljósi á aðgerðir núverandi borgarstjórnarmeirihluta varðandi þéttingu byggðar og áform um Borgarlínu í kjölfarið. Elías skrifar: „Núverandi vinstri meirihluti hefur því gengið með oddi og egg í að þétta byggð og fyrir því gæluverkefni verður allt að víkja. Sundabraut skal hindra, því hún gæti greitt fyrir umferð inn í borgina. Leggja skal niður flugvöllinn í Vatnsmýri, byggja þar upp hverfi og auka umferð þangað þar Miklabrautin verður einn umferðahnútur. Þá sjá allir að Borgarlína verður að koma. Síðan verður byggðin meðfram línunni þétt þar til...

Read More

Vilhjálmur hefur áhyggjur af framferði Landsvirkjunar

„Það er ljóst að Landsvirkjun er að fara fram á umtalsverða hækkun á raforkuverði sem getur hæglega ógnað samkeppnis- og rekstrargrundvelli stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. Ef það gerist þá getum við Akurnesingar slökkt ljósin því þá er ekkert eftir hvað atvinnu varðar.“ Þetta eru orð Vilhjálms Birgissonar, verkalýðsforingja á Akranesi, sem skrifaði þetta í pistli á Pressan/Eyjan.    Vilhjálmur rifjar upp ýmis áföll í atvinnusögu Akraness. „Það er morgunljóst að margir munu missa lífsviðurværi sitt við þessa ákvörðun HB Granda að hætta landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Rétt er að rifja upp líka að það er ekki bara að HB Grandi ætli...

Read More

Samrunaorka komin á dagskrá í Bretlandi – bylting handan við hornið

Í Bretlandi var í vikunni kveikt á fyrsta samrunaofninum (Fusion reactor) sem er þar í þróun. Tilraunin tókst vel og eru aðstandendur verkefnisins mjög bjartsýnir á framhaldið. Þessi samrunaofn er kallaður ST40 og er hann af svokallaðri Tokamark gerð frá fyrirtækinu Tokamak Energy. Markmiðið er að þessi samrunaofn getir hitað plasma (rafgas) upp í 100 milljón Celsíus gráður á árinu 2018. Það er sjö sinnum heitara en kjarni sólarinnar. Við það hitastig er talið víst að samrunaferli Tritium og Deuterium sem eru vetnisatóm muni renna saman og mynda Helium, við þetta myndast óendanleg uppspretta af orku sem er hrein. David Kingham...

Read More