Flokkur: Sjávarútvegur

Rannóknir og þróun

Landbúnaður og sjávarútvegur skipta okkur Íslendinga verulegu máli og er forvitnilegt að bera saman fjárframlög og áherslur til rannsókna atvinnuveganna. Öllum er ljós sú mikla breyting sem er að eiga sér stað í veðurfari sem örugglega mun hafa áhrif á vistkerfin í hafinu svo og á landi. Hver þau verða er vandasamt að spá en til þess þurfum við rannsóknir. 2,8 milljarðar til rannsókna og þróunar innan sjávarútvegsins frá hinu opinbera að viðbættum 1,2 milljarði við stjórnsýslu veiðanna. Til samanburðar eru 3,1 milljarður til rannsóknar og eftirlits í landbúnaði.  Hvað mikið skal veita í hvern málaflokk er vandasamt að...

Read More

Vill að 1. greinin í lögum um stjórnun fiskveiða hafi einhverja þýðingu fyrir almenning

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Eins og allir vita hefur fyrirkomulag við stjórnun fiskveiða gert það að verkum að heilu byggðarlögin vítt og breitt um landið liggja í blóði sínu eftir að einstaklingar sem hafa tímabundinn umráðarétt yfir auðlindum hafsins hafa tekið ákvarðanir um að selja aflaheimildir eða færa veiðar og vinnslu úr einu byggðarlagi yfir í annað. Þetta höfum við horft upp á um allt land, allt frá Vestfjörðum, á Norðurlandi, Austfjörðum, Vesturlandi og svo framvegis. Nýjasta dæmið er málið er lýtur að HB Granda þar sem fólk er svipt lífsviðurværi sínu og byggðarlagið sett í algjört uppnám og óvissu....

Read More

Ragnar vill að stjórnir lífeyrissjóða verði kosnar af sjóðsfélögum

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR skrifar: Nú hefur HB Grandi sagt upp 86 starfsmönnum á Akranesi í hagræðingarskyni þrátt fyrir milljarða hagnað síðustu ára. Samtals eiga átta lífeyrissjóðir 38,08% hlut í HB Granda með beinum hætti. Samanlögð árslaun stjórnenda sjóðanna sem fara með hlutinn, samkvæmt ársreikningum, voru 563.607.000 kr. Á síðasta ári. Lesið einnig: http://kvennabladid.is/2017/03/28/med-lifin-i-lukunum/ Höfum hugfast að hæstu taxtar fiskvinnslufólks eru 277.970 kr. á mánuði fyrir utan bónusa. Ef við setjum það í samhengi við arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja í sjávarútvegi og laun stjórnenda þeirra lífeyrissjóða sem eiga í hlut hljótum við að geta gert kröfu um að það verði leitað...

Read More

Sekt Seðlabankans á Samherja felld niður – Stóll seðlabankastjóra farin að hitna verulega

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur felldi úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að beita út­gerðafé­lagið Sam­herja 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt. Þarf Seðlabank­inn jafn­framt að greiða Sam­herja 4 millj­ón­ir í máls­kostnað. Málið á upp­haf sitt að rekja til rann­sókn­ar Seðlabank­ans á meint­um brot­um Sam­herja á lög­um um gjald­eyri. Seðlabank­inn framkvæmdi hús­leit hjá Sam­herja í mars árið 2012. Í fram­haldi sendi bank­inn kæru til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara um brot Sam­herja. Sak­sókn­ari svaraði því til að í lög­um um gjald­eyr­is­mál væri ekki kveðið á um refsi­á­byrgð lögaðila vegna brota á slík­um lög­um. Stuttu síðar sendi bank­inn á ný kæru til sak­sókn­ara, en kær­unni var nú beint gegn...

Read More

Með lífin í lúkunum

Nýr formaður VR tók við í gærkvöld og strax setur hann nýjan tón með greininni sem hér fer á eftir. Mikil umræða hefur skapast vegna fyrirhugaðra uppsagna 93 starfsmanna HB Granda á Akranesi. Að missa lífsviðurværi sitt og fjölskyldu sinnar er miklu meira en einhverjar tölur í ársreikningum. Það vita þeir sem hafa rifið sig upp með rótum vegna atvinnumissis til að sjá fyrir sér og fjölskyldu sinni. Þetta eru því ekki bara einhver störf heldur eru heilu fjölskyldurnar og samfélög undir. Það þarf ekki að fara í mikla tölfræðivinnu til að gera sér í hugarlund hverslags blóðtaka það...

Read More