Flokkur: Viðskipti

Stærsta peningaþvottavél landsins í Seðlabankanum?

„Emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóra og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra ósk­uðu eft­ir upp­­lýs­ing­um um þátt­tak­end­ur í gjald­eyr­is­út­­­boðum Seðla­banka Íslands sem þeim voru af­hent­ar með nokkr­um send­ing­um vegna ár­anna 2012 til 2015. Morg­un­­blað­ið og Kjarninn hafa fjallað um málið. Bryn­­dís Krist­jáns­dótt­ir skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri var í gær spurð hvort upp­­lýs­ing­ar frá Seðla­bank­an­um hefðu leitt til aðgerða af hálfu emb­ætt­is­ins: „Við óskuðum eft­ir upp­­lýs­ing­um vegna þess sem fór fram á tíma­bil­inu 2012 til 2015. Beiðnin var send í lok apríl í fyrra. Við vor­um m.a. að leita upp­­lýs­inga sem tengj­­ast skatta­­skjóls­­gögn­un­­um. Það var 21 ein­stak­l­ing­ur sem kom fram á skatta­­skjóls­­gögn­un­um sem kom einnig fram í gögn­un­um sem við feng­um...

Read More

Hagstofan neitar að upplýsa Vilhjálm um hvort tekið var tillit til komu Costco inn í neysluvísitöluútreikningum

Eins og Veggurinn fjallaði um fyrir skemmstu þá er allt sem bendir til þess að Hagstofan hafi ekki tekið mið af innkomu Costco á íslenskan neytendamarkað þegar vísitalan var reiknuð út nýlega. Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi hefur látið sig málið varða. Hann telur gríðarlega mikilvægt að Hagstofan upplýsi almenning í þessu landi hvort það sé virkilega rétt að aðili sem kemur inn á íslenskan verslunarmarkað eins og Costco sé utan verðbólgumælinga. Eins og alkunna er hefur verðlag í Costco hefur verið í mörgum tilfellum mun lægra í mörgum vöruflokkum en í öðrum verslunum. En slíkt getur skipt íslensk heimili miklu...

Read More

Costco ekki með í útreikningum á vísitölu

Þegar verðþróun er metin er ekki stuðst við verðið í Costco. Ávinningurinn af komu Costco, hvað varðar breytingar á vísitölu neysluverðs, mælir því aðeins áhrifin sem verða vegna viðbragða annarra verslanna. Greiningardeild Arionbanka skrifar: „Innlendar vörur, sérstaklega matarkarfan (-0,16% áhrif á VNV), lækkuðu milli mánaða og var lækkunin umfram okkar væntingar. Líklega eru m.a. óbein áhrif af komu Costco á ferðinni en verðlækkanirnar gætu í raun verið meiri ef tekið væri tillit til beinna áhrifa Costco í verðmælingum.“ Af þessu að marka er ljóst að verðbólgan væri lægri, minna af peningum yrðu færðir frá skuldurum til lánara, ef verðið í...

Read More

Er þetta seðlamál einkenni á því nútíma frjálslyndi sem þessi ríkisstjórn vildi kenna sig við? Spyr Sigmundur Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar á Facebook: Ef 5.000 og 10.000 kr. seðlar verða teknir úr umferð er með því verið að koma í veg fyrir notkun á seðlum og mynt almennt og færa öll viðskipti yfir á stafrænt form. Við það er ýmislegt að athuga. Eitt er að Seðlabankinn (ríkið) hefur verulegan myntsláttuhagnað af útgáfu myntar og seðla. Í Bandaríkjunum kostar u.þ.b. 5 kr. að prenta ódýrari seðla en 15 kr. að prenta þá dýrari. 10.000 króna seðillinn íslenski er reyndar frekar „dýr“. Stykkið kostar 20 kr. en fyrir þær 20 kr. fær Seðlabankinn 10.000 kr. Þegar seðillinn var...

Read More

Sanngjarnir lágir skattar betri leið en að takmarka seðlanotkun

Fréttir gærdagsins um áform Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og fjármálaráðherra, um að leggja niður 5 og 10 þúsund króna seðlana hafa bæði vakið mikil og sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum og ekki síst undrun. Í þessum áformun felst í raun meiri og alvarlegri forræðishyggja en dæmi eru um í langan tíma. Benedikt kynnti skýrsl­ur tveggja starfs­hópa sem í vet­ur var falið að vinna til­lög­ur að aðgerðum til úr­bóta vegna ábend­inga sem fram komu í skýrslu starfs­hóps um um­fang fjár­magnstil­færslna og eignaum­sýslu Íslend­inga á af­l­ands­svæðum. Tillögur um að takmarka notkun reiðufjár eru alvondar. Bæði er krónan lögeyrir og hitt hún er eini fullgildi...

Read More

Nýleg myndbönd

Loading...