Flokkur: Bílar

Olíufélögin mjög virk í verðsamráði!

Það vekur verulega furðu að Samkeppniseftirlitið skuli ekki vera búið að gera innrás í olíufélögin hér á landi. Eftir komu Costco á þennan markað blasir við neytendum að olíufélögin íslensku stunda hér mjög virkt verðsamráð. Þau eru ekki einu sinni að þykjast keppa í verði. Öll stóru félögin eru með lítrann á 199,90 kr en Atlantsolía þar sem þjónusta er mjög takmörkuð er örlítið fyrir neðan með 196,40 kr. Svona er þetta búið að vera vikum og mánuðum saman. Einhvers staðar í heiminum yrði þetta til þess að þau yrðu sektuð um háar upphæðir fyrir verðsamráð. Þyrfti þá ekki einu...

Read More

Hjálmar lýgur að borgarbúum

Allir þekkja umræðuna um svifrikið og nagladekkin sem leidd hefur verið áfram af Hjálmari Sveinssyni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Þetta hefur meðal annars verið notað óspart sem rök til þess að þrengja enn frekar að notkun einkabílsins. Einnig hefur borgarfulltrúinn kynnt þá hugmynd Reykjavíkurborgar (ættaða frá honum sjálfum) að taka ætti upp sektir á þá sem aka um á nagladekkjum. Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins ritar í dag grein í Morgunblaðið þar sem hann bendir á þá staðreynd að fullyrðingar Hjálmars séu rangar. Borgarfulltrúinn hefur ítrekað bent á rannsókn sem er 27 ára gömul og úrelt máli sínu til stuðnings. Özur skrifar:...

Read More

Hvað mun fargjaldið að kosta í Borgarlínunni?

Tölulegar staðreyndir um Borgarlínu hafa verið að koma fram ein af annarri síðustu daga. Þannig var upplýst að innviðafjárfesting Borgarlínu er áætluð 1,1 milljarður á hvern kílómeter. Reiknað er með að árið 2040 verið íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins komin í u.þ.b. þrjúhundruð þúsund manns. Hlutdeild Strætó er í dag 4% og Borgarlínan á að bæta við 8% þannig að samanlagt verði þessi samgöngukerfi að flytja 12% af íbúafjöldanum. Þetta þýðir að gert er ráð fyrir því að Borgarlínan flytji um tuttugu og fjögurþúsund manns á dag. Vagnarnir eiga að fara á fimm til sjö mínútna fresti og stoppa á 600 til 1000...

Read More

Jákvæð áhrif sjálfkeyrandi bíla eru umtalsverð á umferðarhnúta – ný rannsókn

Í nýrri rannsókn sem unnin hjá Háskólunum í Illinois og Arizona í Bandaríkjunum kemur fram að sjálfkeyrandi bílar muni hafa verulega jákvæð áhrif á umferðarmynstur, myndun umferðarhnúta og sparneytni. Rannsókninni var sérstaklega ætlað að meta hvort að notkun á sjálfkeyrandi bílum hefði jákvæð áhrif á umferðarhnúta og það dularfulla fyrirbæri þegar að umferðin er mikil og hún þarf að stoppa og taka af stað stöðugt án þess að á því sé augljós skýring. Þetta er atferli sem íbúar höfuðborgarsvæðisins eru orðnir nokkuð kunnugir. Tilraunin var framkvæmd þannig að um 20 bifreiðar voru látnar keyra í hringi á eftir hver annarri  á u.þ.b....

Read More

Nýleg myndbönd

Loading...