Flokkur: Borgarmál

Er staðsetning Landspítala á Skólavörðuholtinu sýklagildra fyrir höfuðborgina?

Stöðugt eru að koma fram upplýsingar sem skjóta stoðum undir það að staðsetning þjóðarsjúkrahúss á Skólavörðuholtinu sé afleit hugmynd. Á nútíma spítala þarf að byggja sérstakar sótthreinsistöðvar við smitsjúkdómadeildir. Ástæða þessa er að koma í veg fyrir hugsanlega dreifingu á ónæmum smitsjúkdómavöldum út í umhverfið, ekki síst sýklalyfjaþolinna baktería og hættulegra veira sem geta borist með líkamsvessum og saur sýktra einstaklinga út í fráveitukerfin. Sérfræðingar í sjúkdómavörnum telja að öruggasta leiðin til að dreifa sýklalyfjaþolnum Colibakteríum til manna og dýra sé að veita sýktu skólpi beint út við strendur landsins. World Health organization (WHO) telur þetta eina af stærstu heilbrigðisógnum mannkyns. Þeir...

Read More

Af manna í boði borgar

Bjarni Jónsson skrifar: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ er slagorð NLFÍ (Náttúrulækningafélags Íslands), og félagið hefur mikið til síns máls með slíkum boðskapi, en hvernig á almenningur að bera ábyrgð á eigin heilsu í höfuðborginni, þegar þvílík endemis leyndarhyggja yfirvalda þar hvílir á óþægilegum mengunarmálum, að almenningur stendur í raun berskjaldaður ? Í forystugrein Þorbjarnar Þórðarsonar í Fréttablaðinu 11. júlí 2017, „Þagað um mengun“, kemur kemur í upphafi fram, að „skólp hafði runnið út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í 3 vikur, þegar almenningur fékk fyrst upplýsingar um bilun í dælustöð og mengun, sem henni fylgdi.“ Miðað við...

Read More

Endurspeglar vel hrokann í Ráðhúsinu

Stóra skólpmálið í vesturbænum hefur á margan hátt verið afar fróðlegt fyrir borgarbúa. Þannig hefur það dregið fram að embættismenn og kjörnir fulltrúar borgarinnar telja það algeran óþarfa að upplýsa almenning um það ef eitthvað fer úrskeiðis innan borgarkerfisins. Ljóst er í dag að umrædd bilun hefur verið vandamál lengur en 10 daga eins látið var í veðri vaka í upphafi. Nú er skyndilega farið að tala um að þetta ástand hafi varað yfir í allt að mánuð án þess að nokkur hafi verið látin vita. Alla vega koma kjörnir fulltrúar borgarinnar nú fram hver í kapp við annan...

Read More

Borgarstjóri horfinn, telur líkast til enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar á stærsta mengunarslysi síðustu ára.

750 lítrar á sekúndu í 10 daga athugasemdalaust! Margir furða sig á þögn Dags B. Eggertssonar varðandi bilunina í skólpkerfi borgarinnar. Það voru ekki nema 648 þúsund tonn af skít sem að var dælt yfir fjörurnar í vesturbænum. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins tjáir sig um þetta og segir það vera með ólíkindum að engar viðvaranir hafi verið gefnar gagnrýnir hann meirihlutann í Reykjavíkurborg og sérstaklega borgarstjóra fyrir að tjá sig ekki um málið. Óli Björn vitnar í bloggfærslu Sigurðar Sigurðarssonar sem segir það dæmigert að borgarstjóri hverfi þegar eitthvað bjáti á: „Fyrir einhverjar stórfurðulegar raðtilviljanir ratar borgarstjórinn alltaf inn...

Read More

Ætla að eyða eittþúsund og fimmhundruð milljónum í þvæluverkefni

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt samstarfssamning um fluglest á milli borgarinnar og Keflavíkurflugvallar. Borgar meirihlutinn ætlar með þessu að eyða 1.500.000.000 í að kanna hvort hægt sé að leggja lest til Keflavíkur. Ekkert liggur fyrir um  hvort hún geti borið sig rekstrarlega. Borgarbúar hafa ekki beðið um þessa lest. Þeir hafa frekar um að götur séu sópaðar, tún og umferðareyjar slegnar, sorphirða verði löguð, raunhæfar aðgerðir í húsnæðismálum þeirra sem aðstoð þurfa. Hvað væri hægt að veita mörgum aðilum í vanda skjól fyrir eittþúsund og fimmhundruð milljónir. Sem betur fer er fólk að átta sig á því hverskonar della er í gang...

Read More