Flokkur: Greinar

Af manna í boði borgar

Bjarni Jónsson skrifar: „Berum ábyrgð á eigin heilsu“ er slagorð NLFÍ (Náttúrulækningafélags Íslands), og félagið hefur mikið til síns máls með slíkum boðskapi, en hvernig á almenningur að bera ábyrgð á eigin heilsu í höfuðborginni, þegar þvílík endemis leyndarhyggja yfirvalda þar hvílir á óþægilegum mengunarmálum, að almenningur stendur í raun berskjaldaður ? Í forystugrein Þorbjarnar Þórðarsonar í Fréttablaðinu 11. júlí 2017, „Þagað um mengun“, kemur kemur í upphafi fram, að „skólp hafði runnið út í sjó við Faxaskjól í Reykjavík í 3 vikur, þegar almenningur fékk fyrst upplýsingar um bilun í dælustöð og mengun, sem henni fylgdi.“ Miðað við...

Read More

Lífeyriskerfið er illa heppnað kerfi sem greiðir lítið út!

Hallgrímur Óskarsson skrifar eftirfarandi pistil á heimasíðu sína hallgrimur.is Við heyrum oft að lífeyriskerfið á Íslandi sé eitt það besta í heiminum. Eflaust er margt ágætt við okkar lífeyriskerfi en samt sem áður er líka margt sem þarf að laga. Kerfið verður að vera opið fyrir breytingatillögum og allri gagnrýni. Ef lífeyriskerfið á Íslandi væri vel heppnað þá væru lífeyrisþegar, sem greitt hafa lengi, með mikla inneign. Ellilífeyrir væri góður og kerfið væri nógu hvetjandi til að tryggja að hver og einn greiddi nóg inn í kerfið til að tryggja góðan ellilífeyri. En því miður er það ekki raunin....

Read More

Einn maður stjórnar lífeyrissjóði sem er jafn stór og allir íslensku sjóðirnir til samans

Hugsið ykkur að einn maður að nafni Steve Edmundson stýrir 35 milljarða dala lífeyrissjóði fyrir opinbera starfsmenn í Nevada í Bandaríkjunum. Takið eftir að miðað við gengi Bandaríkjadollarans í gær er þessi lífeyrissjóður sem þessi eini maður stjórnar jafn stór og allt lífeyriskerfið okkar eða um 3500 milljarðar íslenskrar króna. Það kemur líka fram í þessari frétt að árslaun Steve eru rétt rúmir 127 þúsund dalir, eða sem nemur 1,1 milljón á mánuði. Á litla Íslandi erum við með um 33 lífeyrissjóði og það kostar um eða yfir 10 milljarða á ári að reka okkar lífeyrissjóðskerfi. Þessi rekstarkostnaður lífeyrissjóðanna...

Read More

Hver vill velja nýjum þjóðarspítala hugsanlega versta stað?

Vilhjálmur Ari Arason skrifar: Gamli Landspítalinn (1930) var tilbúinn þegar íbúabyggð í Reykjavík nálgaðist hámark vestan Hringbrautar rétt um 1930 (um 30.000 íbúar, en sem eru í dag aðeins um 15.000). Síðan hefur íbúabyggð í Reykjavík aukist stöðugt austan Hringbrautar, í dag um 120.000 íbúar. Nýjan Landspítala á samt að reisa á sama stað við Hringbrautina og hugsaður var besti staður fyrir gamla Landspítalann fyrir meira en öld síðan og staðarvalið ákveðið 1902. Löngu síðar (1962) var síðan Borgarspítali byggður auðvitað mikið austar í höfuðborginni, nánar tiltekið í Fossvogi þar sem var þá nóg pláss og gott aðgengi. Skipulag Vatnsmýrarinnar hjá Reykjavíkurborg (2010-2030) og staðsetning þyrlupalls á Nýjum Landspítala við Hringbraut (gamla neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar horfin). Raunveruleikinn sem blasir við í náinni framtíð og þegar menn eru uppteknir af umræðunni af sjálfkeyrandi rafmagnsbílum, uppbyggingu í Vatnsmýrinni og Borgarlínunni! Aðal forsendur staðarvals Nýs Landspítala á Hringbraut upp úr aldarmótunum 2000, var nálægðin við Reykjavíkurflugvöll og fyrirhuguð ný nauðsynleg umferðamannvirki. Miklubrautina m.a. í stokk og ný stofnbraut vestur-austur um Hlíðarfót í Öskjuhlíð (áætlaður kostnaður upp á um 30 milljarða króna). Báðar þessar forsendur voru hins vegar lagðar til hliðar 2012 og flugvöllurinn nú hugsanlega á förum vegna vöntunar á byggingarlandi fyrir miðborg Reykjavíkur. Mikil óvissa er hins vegar þegar í dag að hægt verði að loka Landspítalanum í Fossvogi eins og upphaflegar sparnaðaráætlanir gengu út á, vegna fyrirséðs skorts á hjúkrunarplássum. Raunveruleikinn...

Read More

Þöggun á þjóðaröryggi við hönnun Nýs Landspítala?

Segir Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir sem starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Hann birti þessa blog færslu í gær á blog.pressan.is. Vilhjálmur ritar: Nýtt mat æpir fyrir öruggara aðgengi sjúkra og slasaðra í framtíðinni að fyrirhuguðum Nýjum Landspítala við Hringbraut og sem tengist í dag m.a. 1000 sjúkraflugum á ári, þar af um 300 með þyrlum LHG og sem langflest eru til þjóðarspítalans okkar í Reykjavík (LSH). Alger óvissa er nú um rekstur Reykjavíkurflugvallar og sem var megin forsenda fyrir upphaflegu staðarvali spítalans um aldarmótin síðustu vegna sjúkraflugsins, eða allt til ársins 2012 þegar ákvörðun var skyndilega tekin af borgaryfirvöldum  að Reykjavíkurflugvöllur...

Read More

Nýleg myndbönd

Loading...