Flokkur: Greinar

Gasöld gengin í garð

Grein þessi birtist fyrst á mbl.is 17. desember 2012 Nýjar námuaðferðir “e. fracking” hafa opnað Bandaríkjamönnum aðgang að gríðarlegu magni af jarðgasi sem bundið er í setlögum (“shale”). Framboð af jarðgasi vestan hafs hefur stóraukist undanfarin ár og verð á gasi og ýmsum tengdum afurðum lækkað hratt. “Fracking” er stytting á orðinu “hydraulic fracturing” sem mætti þýða vökvaknúin sprungumyndun. Aðferðin felur í sér að blöndu af vatni, sandi og kemískum efnum er dælt niður í borholu undir miklum þrýstingi. Oft er holan boruð lárétt inn í þau setlög sem binda gasið. Gasið getur þá losnað úr setlögunum og leitað upp...

Read More

Megn óánægja íbúa með kísilverin í Helguvík

Greinin birtist fyrst á mbl.is/vidskipti 18. nóvember 2015 Vaxandi óánægju gætir meðal íbúa Reykjanesbæjar vegna umhverfisáhrifa fyrirhugaðra kísilmálmvera United Silicon og Thorsil í Helguvík. Neikvætt viðhorf íbúanna byggist á ótta við samanlögð mengandi áhrif frá verksmiðjum fyrirtækjanna tveggja mjög nærri íbúabyggð. Fyrir liggur að verði bæði kísilmálmverin byggð í samræmi við fyrirliggjandi áfangaáætlanir, muni loftgæði í nágrenninu rýrna tilfinnanlega og brennisteinsmengun í andrúmslofti fara yfir lögmælt viðmiðunarmörk í íbúðahverfum Reykjanesbæjar. Sérfræðingur, sem greinarhöfundur innti álits, segir útlilokað að bæði kísilmálmverin geti hafið starfsemi. Strax við starfrækslu 1. áfanga fari sameiginleg efnalosun frá verksmiðjunum yfir leyfileg mörk. Nánd við skóla...

Read More

Spennandi starfsemi en ómæld mengun

Greinin birtist upphaflega á mbl.is 14. nóvember 2015. Yfir 100 íslensk íslensk fyrirtæki hafa undirritað yfirlýsingu um að þau hyggist draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Yfirlýsingin verður afhent á loftslagsráðstefnunni í París í desember, en Ísland hefur ásamt ríkjum Evrópusambandsins lýst því yfir að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40%. Misjafnt aðhald Eitt af því sem einkennir starfsskilyrði íslenskra stóriðjuvera er strangt eftirlit með losun efna út í andrúmsloftið ásamt upplýsingum um niðurstöður vísindalegra mælinga. Minna hefur farið fyrir umræðu um losun efna frá öðrum atvinnugreinum eins og t.d. ferðaiðnaðinum. Í skýrslunni „Aðgerðir í loftlagsmálum“, sem unnin var af samstarfshópi...

Read More

Spurning sem verður að svara

Samtök atvinnulífsins héldu ráðstefnu um sæstreng til Evrópu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura 11. nóvember. Þar voru flutt áhugaverð erindi og síðan voru umræður í panel. Fyrirlesarar hafa nokkuð víðfeðma þekkingu af raforkumálum og sæstrengsverkefnum. Má þar nefna Geir-Arne Mo,viðskiptastjóra stundarviðskipta (e. Spot Market) hjá Bergen Energi, David Bothe, framkvæmdastjóra hjá Evrópuskrifstofu ráðgjafafyrirtækisins Frontier Economics og síðast en ekki síst Tor Eigil Hodne, framkvæmdastjóra Evrópumála hjá Statnett í Noregi sem er þeirra Landsnet. Rétt er að hrósa þessu framtaki SA en fyrirlesarar voru allir með einstaklega vandaða og upplýsandi framsögu. Norðmenn búa vel í orkulegu tilliti. Þeir framleiða u.þ.b. 34 gígawött  (GW) af raforku....

Read More

Verður Straumsvík lokað?

Grein sem birtist fyrst á mbl.is 21. október 2015. Lesa á mbl Margt virðist benda til þess að álverinu í Straumsvík verði jafnvel lokað á næstu mánuðum. „Húrra!“ kann einhver kannski að hrópa, en ég trúi því ekki að sá einstaklingur hafi kynnt sér ítarlega hvaða afleiðingar lokun álversins mun hafa fyrir starfsfólkið, bæjarfélagið Hafnarfjörð og þjóðina í heild. Mikil verðmæti í húfi Álverið í Straumsvík stendur undir ríflega 10% af heildar-gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Missir þessara útflutningstekna mun því seinka verulega þeim efnahagsábata sem vænta má hér á landi á næstu árum. Um 450 manns starfa í Straumsvík og gera...

Read More