Flokkur: Meinhornið

Hver verður arfleifð hins nýja formanns Framsóknarflokksins?

Mikið hefur verið skrifað undanfarin ár um þá breytingu sem varð á Framsóknarflokknum þegar Sigmundur Davíð var kjörinn formaður flokksins öllum að óvörum. Flokkurinn færðist hratt frá því að vera þunglamalegur bændaflokkur yfir í að standa keikur í framlínu íslenskra stjórnmála með stefnumál sem höfðuðu sterkt til almennings, náðu athygli og urðu sum hver miðpunkturinn í pólitískri umræðu um nokkurra ára skeið. Á skömmum tíma náði flokkurinn að skapa sér athygli fyrir að standa fastur á grundvallarstefnumálum og hvika ekki undan þungum árásum frá hægri og vinstri. Það vakti ekki síður athygli að Sigmundur og sá hópur manna sem...

Read More

Skelfing í Samfylkingunni

Eftir skoðanakönnun birtist í Fréttablaðinu í morgun þar sem fram kemur að Samfylkingin sé nú komin niður í 6% fylgi á landsvísu fer sögum af því að innanflokkskrísan hafi náð nýjum hæðum. Þessi niðurstaða myndi væntanlega þýða að spár um að hvorki Oddný Harðardóttir formaður flokksins né Logi Einarsson varaformaður kæmust á þing. Slík niðurstaða myndi vera algert afhroð fyrir Jafnaðarmannaflokk Íslands og enn skelfilegri í ljósi þess að þau Oddný og Logi voru kjörin fyrir innan við hálfu ári síðan eftir áralangar og hatrammar deilur um forystuna. Vonir Samfylkingarfólks um að nýtt fólk myndi ná að reisa við orðspor...

Read More

Undiralda og undirmál í Framsókn

Nokkuð hefur verið fjallað um kærumál vegna formannskosninganna í Framsókn og sagðar hafa verið háværar sögur í fjölmiðlum af afbrigðilegri kjörskrá. Ekki virðast öll kurl komin til grafar um það en slíkar kærur eða ábendingar virðast í það minnsta ekki hafa verið teknar fyrir af laganefnd Framsóknarflokksins eða annarri álíka flokksstofnun. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hélt því fram í samtali við mbl.is að ekkert hafi verið athugavert við formannskjör í flokknum. Hins vegar hefur Meinhornið heimildir fyrir því að formaður laganefndar flokksins hafi sagt af sér eftir atburði flokksþingsins. Nýr formaður ekki verið skipaður og því sé ekki búið að fjalla um kærur sem borist hafa vegna formannskjörsins. Kjör Sigurðar Inga kom mörgum mjög í opna skjöldu enda hafði ekki farið á milli mála að fyrrverandi formaður naut stuðnings meirihluta þeirra sem mættir voru til þings þar til mikill fjöldi fólks sem skráður hafði verið á þingið mætti til að kjósa á sunnudeginum. Fjölmiðlamenn og álitsgjafar virtust til dæmis nokkuð sammála um að Sigmundur Davíð myndi sigra. Samkvæmt heimildum Meinhornsins snúast athugasemdir ósáttra flokksmanna ekki um þá smölun sem átt hafi sér stað í aðdraganda landsfundarins heldur það að tugum flokksmanna sem höfðu verið valdir sem fulltrúar sinna félaga á þingið hafi verið meinað um að kjósa. Í sumum tilvikum hafi verið um að ræða fólk sem hafði jafnvel verið skráð inn á þingið sjálft og fengið skráningarskírteini. Einnig mun sumum fulltrúum hafa verið meinað um að skrá sig inn á þingið eftir að frestur...

Read More

Feis eða Fíaskó? Píratar pæla til vinstri.

Útspil Pírata í gær um að boða (ekki bjóða heldur boða) fulltrúa þriggja vinstriflokka og Viðreisnar til viðræðna um stjórnarsamstarf fyrir kosningar hefur auðvitað vakið athygli sem nýmæli. Fjölmiðlamenn og álitsgjafar eru hins vegar ekki vissir um hvort þetta múv sé snilld eða fíaskó. Meinhornið hefur að sjálfsögðu skoðun á málinu. Lítum fyrst á hvað var kynnt. Tilkynnt var að boðað væri til stjórnarmyndunarviðræðna – formlegar viðræður um samstarf með það að markmiði að leggja fram drög að stjórnarsáttmála tveim dögum fyrir kosningar. Einnig var sérstaklega tekið fram að Píratar myndu ekki taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi með flokkum sem ekki gætu skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar. Þetta eru ákaflega skýr skilaboð. Píratar vilja láta á það reyna hverjir vilji starfa með þeim í ríkisstjórn að þeirra stefnumálum eftir kosningar og vilja að kjósendur viti það fyrir kosningar. En verði flokkar ekki tilbúnir að binda sig til þess fyrir kosningar þá muni þeir ekki starfa með þeim eftir kosningar. Nú er staðan þannig að Samfylkingin stökk á tilboðið, sem kemur lítið á óvart hjá flokki sem sér fram á að ná vart formanni sínum á þing. Vinstri-grænir eru til í spjall, en ekkert endilega til í að binda sig mikið, það verði að koma í ljós. Viðreisn og Björt framtíð segja hins vegar fullum fetum að þau muni ekki taka þátt í þessu, þó að þau séu mögulega...

Read More

Umbótaflokkarnir í hár saman

Það er ekki dans á rósum að vera kjósandi í október 2016. Fyrir utan að verða með öndina í hálsinum með blýjantinn í kjörklefanum að reyna að rifja upp hvort er Alþýðufylkingin og hvort er Þjóðfylkingin sitja umbótaflokkar um mann í hverju horni. Fjöldi nýrra flokka býður fram og allir reyna þeir að selja sig sem nýjasta og gegnsæasta umbótaflokkinn í boði og allir þykjast þeir vera valkostur á móti gömlu vondu „kerfisflokkunum“. Jafnvel gamla skilgetna kerfisafsprengið Samfylkingin. Halda mætti að þetta þýddi að allir „umbótaflokkarnir“ í skóginum gætu verið vinir. En það er nú aldeilis ekki þannig. Loksins þegar...

Read More
  • 1
  • 2

Nýleg myndbönd

Loading...