Flokkur: Orðið á kaffistofunni

Eygló vill formanninn

Kaffistofan hefur fyrir því heimildir innan Framsóknarflokksins að Eygló Harðardóttir sé að máta sig við formennsku innan flokksins. Þannig hefur hún haldið lokaða fundi víða þar sem hún hefur óskað eftir stuðningi við framboð sitt. Einn helsti smali flokksins Mattías Imsland er sagður standa að baki Eygló. Þessi fyrirætlun hennar getur skýrt að hluta þá uppákomu sem varð í þinginu fyrir skömmu þegar Eygló reyndi að marka sér sérstöðu með því að styðja ekki fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Viðmælandi Veggsins segir að þetta brölt Eyglóar valdi smá titringi innan flokksins en almennt telji flokksmenn hana ekki vera kandídat í þetta embætti....

Read More

Fótbolti og forsetakoningar

 Það fer ekki á milli mála áhugi Íslendinga á fótbolta þessa dagana og þeim mikla fjölda sem fer á EM. Í fyrsta leiknum voru 8 þúsund Íslendingar inni á leikvanginum sem höfðu náð sér í miða til að hvetja Íslendinga. Það er um 2,4% hluti þjóðarinnar. Einn gárungi benti á þá staðreynd að þetta væru jafn margir einstaklingar og munu kjósa Sturlu Jónsson til forseta....

Read More

Er samsæri í uppsiglingu?

Góðvinur okkar á Veggnum kom í kaffi um daginn og með ilmandi bollanum upplýsti hann um eina mestu samsæriskenningu síðari tíma. Aðalmenn í samsærinu eru forstjóri Landsvirkjunar (LV) og Charles nokkur Hendry, sem er yfirmaður fyrirtækisins Atlantic Superconductors (ASc), en sá er fyrrum orkumálaráðhera Bretlands, þekkar alla sem vert er að þekkja í Evrópusambandinu (EU) og sagður kunna fjármálaklæki öðrum betur. Kenningin er þessi LV og ASc hafa fyrir löngu komið sér saman um rafsæstreng frá Íslandi til Bretlands, reyndar fyrir svo löngu, að í útvarpsviðtali um það leyti, þegar sæstrengsskýrslur Kviku og forsætisráðherra áttu að koma út, hafði Markaðstjóri Landsvirkjunar gleymt því, að sviðsmynd Landsvirkjunar var 1000 MW strengur og sagði 1200 MW. Hann taldi líka, að fjármögnun strengsins væri komin á fullt. Mikilvægur liður í samsærinu var að senda forsætisráðherra Bretlands á fund Sigmundar Frammsóknarföður og biðja um gott veður og sameiginlega úttekt á sæstrengsmálinu, enda var það nauðsynlegt svo Bretar áttuðu sig á hvað Ísland þyrfti til að samþykkja strenginn. Sameiginleg skýrsla skyldi rituð um þetta allt saman. Útgáfu þessarar skýrslu var svo frestað, enda ekki æskilegt fyrir Cameron í aðdraganda Brexit atkvæðagreiðslu (Brexit = kosning um úrgöngu Breta úr EU) að hafa það í umræðunni, að hann væri að reka erindi Mr Hendry Íslandi. Fréttamenn létu sér þessa frestun vel líka og kölluðu Markaðsstjóra LV í áður getið viðtal í staðinn. Brexit verður auðvitað fellt. Næsti...

Read More

Styður listaheimurinn Andra Snæ?

Andri Snær Magnason rithöfundur opnaði kosningaskrifstofu sína á laugardaginn í Borgartúni 14-16. Ekki er ljóst hver á það húsnæði en húsnæðið er á dýrasta stað. Augljóst er að listaheimurinn styður vel við Andra Snæ en á opnuninni mátti sjá alskonar listaspírur og fjölmiðlafólk. Athafnakonan Lilja Pálmadóttir lét sig ekki vanta. Marta María Jónasdóttir, umsjónarmaður Smartlands Morgunblaðið sagði að það kæmi ekki á óvart að hún styðji Andra Snæ því bæði hafa þau barist fyrir náttúruvernd. Engum dylst að náttúruverndarfólk er áberandi í fylgismannahópi Andra enda var sjálfur Ómar Ragnarsson á svæðinu. Í samkvæminu voru meðal annars: Hjörtur Howser tónlistarmaður, Helga Vala Helgadóttir mannréttindalögfræðingur, María Ellingsen leikkona og Charlotte Böving leikkona og eiginkona Benedikts Erlingssonar leikstjóra sem að sjálfsögðu var einnig á svæðinu. Þarna mátti einnig sjá Hallgrím Helgason rithöfund og listmálara sem mun án efa berjast hart gegn framboði Davíðs Oddssonar. Þarna voru leikararnir Harpa Arnardóttir og Árni Pétur Guðjónsson. Einnig Árni Heiðar Karlsson píanóleikari, Gissur Páll Gissurarson stórsöngvari, Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz eiginkona Gissurar og bókmenntafræðingur, Helga Magnúsdóttir og Sigrún Proppé sálgreinir. Þarna mátti einnig sjá Hrafn Jónsson (Krumma) kvikmyndagerðarmann, Brynhildi Bolladóttur lögfræðing og stjórnarmann í Hallveigu, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar í Reykjavík og Gyðu Lóu Ólafs­dótt­ur blaðakonu á Fréttablaðinu. Þá lét Egill Örn Jóhannsson bókaútgefandi sig ekki vanta sem og Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntapáfi. Þarna voru einnig Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, Jóhanna Björk Guðjónsdóttir og Edda Heiðrún Backman listakona. Við opnunina spilaði Emilíana...

Read More

Nornaveiðar nútímans?

Mótmæli við Austurvöll hafa verið daglegt brauð upp á síðkastið. Nú ber svo við að  fyrirhuguð eru mótmæli við heimili fjármálaráðherrans, Bjarna Benediktssonar. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt þær fyrirætlanir en ekki er annað að sjá en mótmælendur muni halda sínu striki og mæta fyrir utan heimili ráðherrans. Mótmæli af þessi tagi geta tæplega flokkast sem friðsamleg og heiftin minnir á margt um nornaveiðarnar á miðöldum. Það örlar á sömu heift hjá sumum þeim sem eru andvígir framboði Ólafs Ragnars Grímssonar til forseta. Sú var tíðin að virðing var borin fyrir forseta vorum og jafnvel voru ráðamenn þjóðarinnar...

Read More
  • 1
  • 2